Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 22:48
Ívan Guðjón Baldursson
Mist skiptir alfarið til Fylkis (Staðfest)
Mynd: Fylkir

Mist Funadóttir er búin að skrifa undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fylkis sem rennur út eftir keppnistímabilið 2024.


Mist er 19 ára gömul, fædd 2003, og lék að láni hjá Fylki í sumar. Hún leikur sem bakvörður og kemur til félagsins úr röðum Þróttar R.

Mist á 14 leiki að baki í efstu deild kvenna og fór beinustu leið inn í byrjunarliðið hjá Fylki þegar hún kom á láni í sumar.

„Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að semja við leikmenn sem eru staðráðnir í því að hjálpa liðinu upp í deild þeirra bestu," segir meðal annars í færslu Fylkis.

„Við þökkum Þrótti kærlega fyrir góð samskipti í kringum félagsskipti Mistar."

Fylkir endaði um miðja Lengjudeild í sumar með 21 stig úr 18 umferðum, heilum 13 stigum frá fallsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner