Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes segir að Southgate þurfi einhvern eins og Bowen
Jarrod Bowen á fjóra landsleiki að baki með enska landsliðinu
Jarrod Bowen á fjóra landsleiki að baki með enska landsliðinu
Mynd: EPA

Jarrod Bowen leikmaður West Ham gerir sér vonir um að vera valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í Katar sem hefst í lok nóvember.


„Hann er að reyna eins og hann getur að láta Southgate taka erfiða ákvörðun. Hann hefur orðið betri, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur," sagði Moyes fyrir leikinn gegn x um helgina.

Moyes segir að Bowen sé akkúrat maðurinn sem Southgate vantar.

„Ég vel ekki landsliðshópinn og ég er feginn að gera það ekki þar sem það eru erfiðar ákvarðanir þar sem um marga möguleika er að ræða. Bowen vill skora, hann hefur þá tilfinningu þessa dagana. Hann hefurbætt sig, skorað nokkur mörg þegar þú átt minnst von á því. Ef þú ert landsliðsþjálfarinn þarftu einhvern svoleiðis," sagði Moyes.

Bowen hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner