Nígeríski framherjinn Victor Osimhen var hetja Napoli þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri grgn Roma í gær. Ítalskir fjölmiðlar segja að njósnarar frá Chelsea hafi verið á vellinum og hrifist af spilamennsku leikmannsins.
Osimhen er 23 ára og átti virkilega góðan leik, sýndi mikla vinnusemi allan tímann. Þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli í læri hefur Osimhen gert vel á tíambilinu og skorað fjögur mörk í sjö leikjum í ítölsku A-deildinni.
Osimhen er 23 ára og átti virkilega góðan leik, sýndi mikla vinnusemi allan tímann. Þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli í læri hefur Osimhen gert vel á tíambilinu og skorað fjögur mörk í sjö leikjum í ítölsku A-deildinni.
Það verður hægara sagt en gert að kaupa Osimhen frá Napoli en forseti félagsins Aurelio De Laurentiis hefur sagt að hann vilji fá um 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Manchester United og Newcastle hafa einnig sýnt Osimhen áhuga.
Athugasemdir