Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Yrði glaðastur manna ef hann verður áfram“
Breiðablik vill fá Alex Frey.
Breiðablik vill fá Alex Frey.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullyrt hefur verið að Alex Freyr Elísson verði keyptur frá Fram til Islandsmeistara Breiðabliks eftir tímabilið. Alex er 25 ára hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Fram en á síðasta ári var hann orðaður við Víking.

Agnar Þór Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram. sagði í samtali við Fótbolta.net á föstudag að ekkert væri klárt í þeim efnum.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var spurður út í Alex og Blikasögurnar í viðtali í gær.

„Hann er leikmaður Fram, það er einn leikur eftir af þessu tímabili. Ég veit eiginlega ekki meira um það mál en það er alveg rétt að Breiðablik hefur spurst fyrir um hann. Þá eru væntanlega einhverjar samræður á milli félagana," segir Jón.

„Það þarf náttúrulega allt að ganga upp til að leikmenn skipti um félög. Alex er leikmaður Fram í dag og á eitt á eftir af samningi sínum. Ég yrði glaðastur manna ef hann verður áfram hérna næsta sumar. Ef ekki þá leysum við það bara. Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum hvað verður."
Nonni Sveins: Líklega eina sem er eftir í þessari deild er baráttan um gullskóinn
Athugasemdir
banner
banner
banner