Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Palmeiras hafnaði tilboði PSG í Endrick
Brasilíska félagið Palmeiras hafnaði 20 milljón evra tilboði Paris Saint-Germain í undrabarnið Endrick en þetta kemur fram í frétt Globo.

Endrick, sem er aðeins 16 ára gamall, heillaði heiminn upp úr skónum á síðasta ári.

Myndbönd fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum þar sem hann skoraði hvert stórkostlega markið á fætur öðru á U20 ára móti í Brasilíu í byrjun ársins.

Þar var hann valinn maður mótsins og átti flottasta markið en síðan þá hafa öll stærstu félög Evrópu fylgst náið með honum.

Hann hefur heimsótt Barcelona, Real Madrid og Paris Saint-Germain og skoðað þar aðstæður en samkvæmt Globo lagði PSG fram 20 milljón evra tilboð í leikmanninn en Palmeiras hafnaði því um leið.

Endrick er með riftunarákvæði upp á 60 milljónir evra í samningnum og kemur ekki til greina að selja hann á lægra verði en ákvæðið segir til um.
Athugasemdir
banner
banner