Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Setien og Gallardo líklegastir til að taka við Villarreal
Gallardo er búinn að kveðja stuðningsmenn River Plate eftir átta ár.
Gallardo er búinn að kveðja stuðningsmenn River Plate eftir átta ár.
Mynd: EPA

Fjölmiðlar á Spáni greina frá því að Quique Setien og Marcelo Gallardo eru líklegastir til að taka við þjálfarastarfinu hjá Villarreal.


Unai Emery sagði upp til að taka við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og var kynntur sem arftaki Steven Gerrard fyrr í kvöld.

Setien er 64 ára gamall og hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Barcelona fyrir tveimur árum. Þar áður stýrði hann Las Palmas og Real Betis við góðan orðstír.

Gallardo þykir gífurlega spennandi þjálfari og hefur verið hjá River Plate í átta ár. Sem leikmaður lék hann meðal annars fyrir Mónakó og PSG og skoraði 13 mörk í 44 landsleikjum með Argentínu.

Gallardo er aðeins 46 ára gamall og rennur út á samningi hjá River Plate um áramótin.


Athugasemdir
banner
banner
banner