West Ham United er 1-0 yfir gegn Bournemouth þegar 25 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma í ensku úrvalsdeildinni.
Kurt Zouma gerði eina mark leiksins eftir hornspyrnu en það er nokkuð umdeilt vegna þess að boltinn fór í hendi leikmanns West Ham í aðdraganda marksins.
Jarrod Bowen tók hornspyrnu sem fór yfir markteiginn og endaði í handlegg Said Benrahma. Í kjölfarið hófst smá skallatennis sem endaði á því að Kurt Zouma náði að setja boltann í netið.
VAR teymið skoðaði atvikið gaumgæfilega áður en gefið var grænt ljós á að láta markið standa.
Reglurnar segja að ef boltinn fer óvart í hendi sóknarmanns og hann skorar sjálfur í kjölfarið, þá verður markið ekki dæmt gilt. Ef boltinn fer hins vegar óvart í hendi sóknarmanns og samherji hans skorar í kjölfarið þá er markið dæmt gilt.
Sjáðu markið
Sjáðu atvikið betur