Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Lerma heppinn að fá ekki beint rautt

Jefferson Lerma, miðjumaður Bournemouth, var stálheppinn að fá ekki beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í 2-0 tapi gegn West Ham í kvöld.


Lerma tæklaði Gianluca Scamacca, ítalska sóknarmann West Ham, afar illa en fékk aðeins gult spjald að launum.

Atvikið er hægt að sjá hér fyrir neðan og þar sést augljóslega hversu hættuleg tæklingin er. Þá virðist Lerma alls ekkert vera að hugsa um boltann í tæklingunni heldur einungis um að meiða andstæðinginn.

Scamacca spilaði áfram í 20 mínútur eftir tæklinguna áður en Michail Antonio fékk að spreyta sig í hans stað.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner