Aron Sigurðarson, leikmaður Horsens í Danmörku, skoraði fallegt aukaspyrnumark í 3-2 sigri liðsins á Silkeborg í úrvalsdeildinni í gær en þetta var þriðja mark hans á tímabilinu.
Vængmaðurinn öflugi var eins og vanalega í byrjunarliði Horsens í gær.
Þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum kom hann liðinu í 2-1 og var markið af dýrari gerðinni.
Horsens vann aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn og var það í verkahring Arons að taka spyrnuna. Hann lyfti boltanum yfir vegginn og í hægra hornið.
Laglegt mark hjá honum en það má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Horsens er í 9. sæti dönsku deildarinnar með 18 stig eftir fjórtán leiki.
Athugasemdir