Eftirspurnin verið engin
Það heyrðist af því á dögunum að Þórhallur Dan Jóhannsson hefði verið nafn á blaði hjá meistaraflokksliði. Þórhallur þjálfaði 3. flokk HK á liðnu tímabili og gerði liðið að Íslandsmeisturum en er nú tekin við sem þjálfari 2. flokks. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokkslið síðan árið 2017 þegar hann stýrði Gróttu í næstefstu deild.
Hann var áður leikmaður, lék með Fylki, KR, Vejle, Fram, Haukum og Álftanesi og spilaði auk þess tvo landsleiki. Fótbolti.net ræddi við Tóta, eins og Þórhallur er oftast kallaður, og spurði hann út í möguleikann á því að hann myndi snúa aftur í meistaraflokksþjálfun.
Hann var áður leikmaður, lék með Fylki, KR, Vejle, Fram, Haukum og Álftanesi og spilaði auk þess tvo landsleiki. Fótbolti.net ræddi við Tóta, eins og Þórhallur er oftast kallaður, og spurði hann út í möguleikann á því að hann myndi snúa aftur í meistaraflokksþjálfun.
„Já, ég hef velt þeim möguleika fyrir mér. Ég heft tekið síðustu 4-5 ár til þess að þróa mína leikaðferð og ég held ég sé kominn með hana. En ég hef ekki farið í neinar viðræður þannig, það var lið í Lengjudeildinni með mig á blaði og ég fór og hitti það. En svo fór það þannig að það var annar þjálfari ráðinn sem er eins og það er," sagði Tóti.
Hefuru verið nálægt því að taka að þér starf í meistaraflokki á síðustu árum?
„Nei, það var ekkert fyrr en núna þar sem mér finnst ég vera kominn með mína sýn á fótboltann. Hvernig ég vil spila fótbolta, hvernig ég vil þjálfa og hvernig ég vil ná því fram. Miðað við 2016 þegar ég tók við Gróttu þá er ég miklu betri þjálfari. Ég þurfti að komast að því hvernig fótbolta ég vildi spila, svo þurfti ég að komast að því hvernig ég ætlaði að þjálfa og núna er ég búinn að komast að því. Svo er maður alltaf að reyna bæta sig, vera betri en maður var árið áður, laga það sem var ekki alveg nógu gott og slíkt."
Hvað er það sem þú hefur verið að gera síðustu ár?
„Ég er búinn að vera þjálfa hjá HK frá því ég hætti hjá Gróttu ef frá er talið eitt ár þar sem ég tók hvíld. Ég hef verið að þróa leikstílinn og vita hvernig ég vill gera hlutina."
Ef þú heyrir af lausum stöðum í íslenska boltanum, helduru að þú munir sækja um í vetur?
„Ég veit það ekki. Eins og staðan er núna er ég með 2. flokkinn hjá HK en maður á náttúrulega aldrei að segja aldrei. Eftirspurnin eftir mér sem þjálfara í meistaraflokki hefur ekki verið nein en ég tel mig alveg geta það, tel mig hafa þekkinguna og aðferðina."
„Þetta er bara eins og þetta er, ég hef ógeðslega gaman af þessu, er fóboltanörd. Ég var að klára 3. flokks tímabilið núna í haust sem gekk ótrúlega vel og við urðum Íslandsmeistarar kannski óvænt. Það var ógeðslega gaman, maður er með hluta af þeim strákum núna og aðra sem ég hafði þjálfað áður. Þetta er bara spennandi."
„Auðvitað hefur maður metnað til þess að fara lengra," sagði Tóti
Athugasemdir