Tinna Hrönn Einarsdóttir er búin að skrifa undir nýjan samning við knattspyrnudeild Grindavíkur sem gildir út tímabilið 2024.
Tinna Hrönn leysti lykilhlutverk á kantinum hjá Grindavík í sumar þar sem hún skoraði sjö mörk er liðið endaði í neðri hluta Lengjudeildarinnar með 20 stig úr 18 leikjum.
Tinna er fædd árið 2004 og spennandi að sjá hversu miklum framförum hún tekur fyrir næsta sumar.
„Það eru frábær tíðindi að Tinna Hrönn verði áfram hjá okkur í Grindavík. Hún er frábær liðsmaður og mikill karakter. Ég trúi því Tinna eigi að springa út hjá okkur á næstu árum en hún hefur komið frábærlega til baka eftir mjög erfið meiðsli,“ segir Steinberg Reynisson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Grindavík.
„Ég er stoltur af því að skrifa undir nýjan samning við eina af okkar heimastúlkum og tryggja um leið framþróun kvennaknattspyrnunnar í Grindavík.“