Unai Emery er nýr stjóri Aston Villa á Englandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.
Emery hætti með Villarreal í dag eftir að hafa samþykkt tilboð Aston Villa.
Hann tók við Villarreal árið 2020 og vann Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu þar. Á síðustu leiktíð fór hann með liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, en nú tekur við nýtt ævintýri.
Steven Gerrard var rekinn frá Aston Villa fyrir helgi eftir 3-0 tap fyrir Fulham og fór stjórn Villa strax í það að finna eftirmann hans.
Villa samþykkti að greiða riftunarákvæði Emery og samþykkti svo spænski þjálarinn að taka við liðinu en Villa tilkynnti ráðninguna í kvöld.
Emery mun taka formlega við Villa þann 1. nóvember en nú er unnið að því fá atvinnuleyfi fyrir hann.
Spánverjinn snýr aftur til Englands en hann stýrði áður liði Arsenal frá 2018 til 2019. Hann fór í úrslit Evrópudeildarinnar árið 2019 en tapaði fyrir Chelsea, 4-1. Það var í fyrsta og eina sinn sem hann hefur tapað í úrslitum keppninnar.
We all missed Unai Emery saying 'good ebening' didn't we? 😅#3Sports pic.twitter.com/ZONbjKYhe6
— #3Sports (@3SportsGh) October 24, 2022
Athugasemdir