Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valið kom Hadda ekki á óvart - „Viljum verða toppklúbbur á Íslandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardag í útvarpsþættinum Fótbolti.net var úrvalslið ársins í Bestu deildinni opinberað.

Þrír leikmenn KA eru í liðinu og þá er einn leikmaður á bekknum. Það eru þeir Ívar Örn Jónsson, Rodri og Nökkvi Þeyr Þórisson sem eru í byrjunarliðinu og Dusan Brkovic er á bekknum. KA er sem stendur í 2. sæti Bestu deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan Víking sem á leik til góða.

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn á Stjörnunni í gær.

„Ég er bara ánægður með það, finnst það eðlilegt. Það er hrós til alls félagsins, hrós til þjálfara sem hafa verið hérna, erum búnir að vera vinna að vissum hlutum í langan tíma og þetta er ekki eitthvað sem kemur mér á óvart."

„Klúbburinn er búinn að vera stækka, við erum búnir að vera með þjálfara sem hafa lagt til, Arnar (Grétarsson) gert vel síðustu tvö árin og við haldið áfram. Við viljum verða toppklúbbur á Íslandi og erum kannski núna loksins að ná því. Miðað við frammistöðuna finnst mér bara eðlilegt að við eigum nokkra menn í þessu liði,"
sagði Hallgrímur.

Ofan á valið á úrvalsliðinu var einn leikmaður KA valinn í landsliðshópinn sem fer til Dúbaí eftir viku til að spila vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu. Í þann hóp stóð einnig til að velja Svein Margeir Hauksson. Daníel Hafsteinsson er í hópnum og þeir Ívar Örn Árnason og Þorri Mar Þórisson eru til vara.
Haddi Jónasson: Við ætlum okkur að vinna úrslitakeppnina
Athugasemdir
banner
banner
banner