Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   mán 24. október 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane staðfestir að hann mun taka við þjálfarastarfi

Franska goðsögnin Zinedine Zidane nálgast endurkomu í fótboltaheiminn en hann var síðast við stjórnvölinn hjá Real Madrid í fyrra.


Zidane hefur einungis þjálfað Real Madrid á ferlinum og tekist að vinna Meistaradeildina þrisvar og spænsku deildina tvisvar við stjórnvölinn þar. Hann hætti störfum í maí í fyrra eftir að hafa farið í gegnum heilt tímabil án þess að vinna neinn titil með félaginu.

„Ég kemur aftur rétt bráðum. Þið þurfið aðeins að bíða. Ég er ekki langt frá því að byrja aftur í þjálfun," sagði Zidane við franska miðilinn RMC Sport.

Ólíklegt er að Zidane taki aftur við Real Madrid á næstunni þar sem Carlo Ancelotti hefur verið að gera frábæra hluti í þjálfarasætinu þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner