Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
banner
   fim 24. október 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danskir fjölmiðlar ekki sannfærðir - „Var sá síðasti á dansgólfinu"
Brian Riemer.
Brian Riemer.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emile Höjbjerg fagnar marki með danska landsliðinu.
Pierre-Emile Höjbjerg fagnar marki með danska landsliðinu.
Mynd: EPA
Brian Riemer var í dag ráðinn nýr landsliðsþjálfari Dannmerkur. Þessi 46 ára gamli þjálfari gerir samning sem gildir út HM 2026.

Riemer er fyrrum aðstoðarþjálfari FC Kaupmannahafnar í Danmörku og Brentford á Englandi, en síðast var hann aðalþjálfari Anderlecht í Belgíu.

Það eru ekki allir sammála um það hvort Riemer sé rétti maðurinn í starfið. Á vefmiðlinum Bold skrifar blaðamaðurinn Michel Wikkelsö Davidsen áhugaverðan pistil þar sem hann heldur því fram að Riemer hafi einfaldlega verið „sá síðasti á dansgólfinu" eins og hann orðar það.

Kasper Hjulmand hætti sem landsliðsþjálfari eftir EM síðasta sumar og síðan þá hefur leit staðið yfir hjá danska fótboltasambandinu.

„Danska sambandið vildi ekki eyða stórum fjárhæðum í nýjan lanndsliðsþjálfari. Riemer hefði ekki orðið landsliðsþjálfari ef hann hefði ekki verið rekinn frá Anderlecht í september. Ég persónulega hef þá tilfinningu að ráðningarferlinu hafi verið seinkað svo hægt væri að sjá hvað gerðist hjá öðrum dönskum þjálfurum," segir blaðamaðurinn.

„Ég trúi því ekki að nafn Riemer hafi verið ofar á lista en nöfn Thomas Frank, Bo Svensson eða Jess Thorup. Brian Priske byrjaði illa með Feyenoord og það var fylgst vel með því hvað var í gangi hjá honum. Á endanum stóð valið á milli Lars Knudsen og Brian Riemer sem er með aðeins meiri reynslu sem aðalþjálfari."

„Þetta er eins og að vera í diskóteki og það ljósin eru komin á. Allar stelpurnar með kærasta eru farnar heim og þú þarft að tala við þær sem eru þarna," skrifar hann jafnframt.

Ole Gunnar Solskjær var líka orðaður við starfið en hann hafnaði boðinu. Brian Riemer tók því og núna er spurning hvort að hann geti dansað.
Athugasemdir
banner