Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Atalanta, Brest og Leverkusen áfram taplaus
Florian Wirtz skoraði mark Leverkusen
Florian Wirtz skoraði mark Leverkusen
Mynd: EPA
Kasper Schmeichel átti stórleik í liði Celtic
Kasper Schmeichel átti stórleik í liði Celtic
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Atalanta, Bayer Leverkusen og Brest eru áfram taplaus í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð.

Atalanta, sem vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð, gerði markalaust jafntefli við Celtic í Bergamó.

Heimamenn í Atalanta voru með öll völd á leiknum og sköpuðu sér mörg hættuleg færi en Kasper Schmeichel, markvörður Celtic, ákvað að setja í lás.

Hann var langbesti leikmaður Celtic í leiknum og verðskuldað maður leiksins. Schmeichel átti sex vörslur í leiknum, þar af fjórar eftir skot úr teignum.

Atalanta er áfram taplaust í keppninni með 5 stig en Celtic með 4 stig.

Brest og Bayer Leverkusen gerðu þá 1-1 jafntefli í Frakklandi.

Brest, sem er að spila í keppninni í fyrsta sinn, vann fyrstu tvo leiki sína eins og Leverkusen, en liðin sættust á að deila stigunum í kvöld.

Florian Wirtz kom Leverkusen yfir á 24. mínútu eftir laglega sendingu frá Jonas Hofmann en Pierre Lees-Melou jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok hálfleiksins með frábæru skoti eftir sendingu Mahdi Camara.

Brest var líklegri aðilinn til að skora sigurmark í síðari hálfleiknum og komst Camara næst því þegar Matej Kovac varði skot hans yfir markið.

Leverkusen hefur verið þekkt fyrir það að setja allt í botn í lok leikja, en ekki í kvöld. 1-1 jafntefli niðurstaðan og bæði lið með 7 stig eftir þrjár umferðir.

Atalanta 0 - 0 Celtic

Brest 1 - 1 Bayer
0-1 Florian Wirtz ('24 )
1-1 Pierre Lees-Melou ('39 )
Athugasemdir
banner
banner
banner