Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Maresca um Acheampong: Þetta er alger synd
Mynd: Chelsea
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vonast til þess að félagið og Josh Acheampong nái samkomulagi um nýjan samning, en leikmaðurinn fær ekki að spila fyrr en það finnst lausn í því máli.

Acheampong er 18 ára gamall hægri bakvörður sem kemur úr akademíunni.

Chelsea hefur átt í samningaviðræðum við leikmanninn en þær hafa siglt í strand.

Félagið hefur því ákveðið að setja hann í frystikistuna, sem ætti þó ekki að hafa mikil áhrif á hann þar sem Acheampong hefur ekki enn fengið mínútu á tímabilinu.

„Þetta er alger synd. Hann gæti orðið svakalega mikilvægur fyrir Chelsea í framtíðinni, en fyrst þurfum við að finna lausn varðandi samninginn. Þetta er alger synd því ég tel að Josh geti orðið topp leikmaður,“ sagði Maresca á blaðamannafundi.

Samningur Acheampong rennur út árið 2026, en hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid á Spáni.
Athugasemdir
banner