Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 09:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Auður til Bandaríkjanna í stað Fanneyjar
Icelandair
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í A-landsliðið sem er núna í Bandaríkjunum og mun þar spila tvo vináttulandsleiki gegn heimakonum.

Fanney Inga Birkisdóttir fékk höfuðhögg á æfingu í gær og getur ekki tekið þátt í leikjunum.

Fanney hefur verið byrjunarliðsmarkvörður landsliðsins síðustu mánuði og staðið sig afar vel.

Auður, sem er á mála hjá Stjörnunni, spilaði fimm leiki með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í sumar.

Hún hefur oft áður verið hluti af A-landsliðinu en ekki enn spilað leik með liðinu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir eru fyrir í hópnum.

Fyrri leikurinn gegn Bandaríkjunum fer fram í kvöld og hefst 23:30 á íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner