Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 09:49
Elvar Geir Magnússon
Meiðsli herja á Arsenal fyrir leikinn gegn Liverpool
Riccardo Calafiori meiddist í gær.
Riccardo Calafiori meiddist í gær.
Mynd: EPA
Mikel Arteta stjóri Arsenal segir að lið sitt á réttum stað þegar kemur að stórleiknum gegn Liverpool á sunnudag en hann er þó með áhyggjur af meiðslavandræðum síns liðs.

Arsenal vann 1-0 sigur gegn Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni en það voru þó ekki bara góðar fréttir eftir þann leik.

Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori fór meiddur af velli og missir líklega af leiknum gegn Liverpool, rétt eins og Martin Ödegaard og Bukayo Saka.

Saka hefur misst af fyrstu leikjum Arsenal eftir landsleikjagluggann og Arteta sagt ólíklegt að hann verði með gegn Liverpool. Hann er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Ofan á þessar meiðslaáhyggjur þá verður varnarmaðurinn William Saliba ekki með vegna leikbanns en hann fékk rautt í tapleiknum gegn Bournemouth.

„Við skoðum stöðuna. Það er einn frídagur og svo tveir dagar til að endirbúa leikinn. Við verðum á réttum stað þegar kemur að leiknum," segir Arteta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 8 7 0 1 15 3 +12 21
2 Man City 8 6 2 0 19 9 +10 20
3 Arsenal 8 5 2 1 15 8 +7 17
4 Aston Villa 8 5 2 1 15 10 +5 17
5 Brighton 8 4 3 1 14 10 +4 15
6 Chelsea 8 4 2 2 17 10 +7 14
7 Tottenham 8 4 1 3 18 9 +9 13
8 Nott. Forest 8 3 4 1 8 6 +2 13
9 Newcastle 8 3 3 2 8 8 0 12
10 Fulham 8 3 2 3 11 11 0 11
11 Bournemouth 8 3 2 3 10 10 0 11
12 Man Utd 8 3 2 3 7 9 -2 11
13 Brentford 8 3 1 4 14 15 -1 10
14 Leicester 8 2 3 3 12 14 -2 9
15 West Ham 8 2 2 4 11 15 -4 8
16 Everton 8 2 2 4 9 15 -6 8
17 Ipswich Town 8 0 4 4 6 16 -10 4
18 Crystal Palace 8 0 3 5 5 11 -6 3
19 Southampton 8 0 1 7 6 18 -12 1
20 Wolves 8 0 1 7 10 23 -13 1
Athugasemdir
banner