Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 20:40
Sverrir Örn Einarsson
„Skrýtin umræða á Íslandi um að okkur hafi ekki gengið nógu vel í Evrópu"
Arnar fylgist með æfingu sinna manna fyrir leikinn fyrr í dag
Arnar fylgist með æfingu sinna manna fyrir leikinn fyrr í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir viðureign Víkinga gegn Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu sem fram fer á morgun. Leikurinn er fyrsti heimaleikur Víkings í keppninni af þremur en flautað verður til leiks á Kópavogsvelli klukkan 14:30.

Ásamt því að fara yfir leikinn ræddi Arnar þá umræðu sem oft hefur vaknað í kringum Evrópuleiki þeirra um að liðið hefði ekki átt góðu gengi að fagna. Nokkuð sem Arnar var alls ekki sammála.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Cercle Brugge

„Þessir Evrópuleikir þeir eru bara virkilega erfiðir. Við erum búnir að spila einhverja 20 leiki í Evrópukeppni frá 2020 og höfum bara verið frábærir í flestum þeirra og höfum náð í mjög stór úrslit.“

Unnið leiki gegn stórum liðum þó einvigi hafi tapast
„Það kemur upp einhver skrýtin umræða á Íslandi um að okkur hafi ekki gengið nógu vel í Evrópu en okkur hefur bara gengið mjög vel. Búnir að vinna Lech Poznan og gera jafntefli og tapa naumlega gegn Malmö. Við vinnum svo leik gegn Riga og vinnum TNS sem er núna í deildarkeppni.“

Heimavöllurinn sterkur
„Ég skil ekki þessa umræðu um að Víkingar séu ekki að standa sig í Evrópu, heimavallarárangur okkar er frábær. Þar höfum við spilað einhverja 10-11 leiki og tapað einum Ég held að Belgarnir viti þetta og viti að þeir eru að fara í mjög erfiðan leik líka.“

Leikur Víkings og Cercle Brugge hefst á Kópavogsvelli klukkan 14:30 á morgun og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner