Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho býr á rándýru hóteli og pantar alltaf sama matinn
Fer vel um þann sérstaka í Istanbúl
Jose Mourinho, sá sérstaki.
Jose Mourinho, sá sérstaki.
Mynd: EPA
Það var frægt þegar Jose Mourinho stýrði Manchester United, að þá bjó hann á fínu hóteli nánast allan tímann.

Núna er hann búinn að stýra tyrkneska félaginu Fenerbahce í fjóra mánuði og það er sama staða hjá honum.

Hann hefur búið á Four Seasons Bosphorus hótelinu sem er fimm stjörnu hótel í Istanbúl.

Það er mikill kostnaður sem því fylgir að hýsa Mourinho á hótelinu en ódýrasta herbergið kostar rúmlega 180 þúsund íslenskar krónur nóttin.

Samkvæmt frétt Daily Mail er Mourinho búinn að safna upp rúmlega 26 milljón króna reikningi en það er í raun ekkert fyrir portúgalska stjórann sem er með 10 milljónir punda í árslaun hjá Fenerbahce. Það eru um 1,8 milljarðar íslenskra króna.

Breska götublaðið The Sun segir frá því að Mourinho panti sömu þriggja rétta máltíð öll kvöld á hótelinu; kjúklingasúpu, margerítu pítsu og vanilluís sem hann skolar niður með sódavatni.

Á fimmtudaginnn mætir Mourinho sínu gamla félagi, Manchester United, í Evrópudeildinni. Það verður áhugaverður slagur.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af hótelinu sem Mourinho dvelur á en hægt er að skoða fleiri myndir með því að smella hér
Athugasemdir
banner
banner
banner