Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi“
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er spennt að mæta bandaríska landsliðinu á Q2-leikvanginum í Austin í Texas-ríki í Bandaríkjunum í kvöld, en hún segir það besta prófið að mæta þeim allra bestu.

Bandaríska landsliðið hefur verið eitt og ef ekki besta landslið heims síðasta áratuginn.

Liðið er komið með nýjan þjálfara í Emmu Hayes, en hún störf á því að vinna Ólympíuleikana í sumar.

„Auðvitað risastórt verkefni fyrir okkur og gaman að fá að testa okkur á móti þeim allra bestu. Þær koma inn í þennan leik sem besta lið í heimi, eða akkúrat núna og það verður verðugt verkefni fyrir okkur hvernig við getum leyst það verkefni og hvað við þurfum að bæta meira til að vera á sama stað og þær.“

„Klárlega. Þetta eru leikirnir sem við getum lært mest af sem lið og gaman að sjá hvar við stöndum miðað við bestu lið í heimi. Við höfum verið að fá flotta leiki undanfarið bæði í Þjóðadeildinni og svo núna líka. Auðvitað förum við inn í alla leiki til að vinna, en það er gaman að spila á móti þessum stóru og sterku þjóðum og fá að atast aðeins í þeim,“
sagði Glódís við KSÍ.

Glódís segir liðið taka eitt verkefni fyrir í einu og að nú sé einbeitingin á að bæta sig sem lið.

„Við erum bara í einu verkefni í einu. Það er mikið sem við þarf að gerast áður en við förum á EM. Við eigum gríðarlega mikilvæga Þjóðadeild, sem spilast eftir áramót fyrir EM, þar sem við þurfum að ná í góð úrslit af því það skiptir máli upp á næstu undankeppni. Við þurfum að fara í hvert verkefni fyrir sig og nýta það sem best og halda áfram að bæta okkur og verða betri í hverju einasta verkefni og þannig held ég að við undirbúum okkur sem mest fyrir EM.“

Landsliðskonan er tilnefnd til hinna eftirsóttu Ballon d'Or verðlauna, en hátíðin fer fram á mánudag, tæpum sólarhring eftir síðari leikinn gegn Bandaríkjunum.

„Auðvitað er það gríðarlega mikill heiður og gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna en ég segi alltaf að fótbolti sé liðsíþrótt. Ég er gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö umhverfi sem ég er í og alla leikmennina sem ég spila og æfi með,“ sagði Glódís í lokin.

Fyrri leikur Íslands og Bandaríkjanna fer fram klukkan 23:30 í kvöld og er sýndur í beinni útsendingu á Símanum.
Athugasemdir
banner
banner