Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við tilboðum í Sudakov - Englandsmeistararnir hafa áhuga
Georgiy Sudakov.
Georgiy Sudakov.
Mynd: Getty Images
Úkraínska félagið Shakhtar Donetsk er að búast við tilboðum í Georgiy Sudakov, miðjumann liðsins.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður hefur komið að níu mörkum í ellefu keppnisleikjum á þessu tímabili.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City eftir meiðsli Rodri en Sergiy Palkin, stjóri Shakhtar, fer ekki leynt með að það sé áhugi á honum.

„Manchester City hefur áhuga á honum og önnur félög frá Englandi eru líka að horfa á hann. Ég er viss um að nokkur félög muni gera tilboð í hann í næsta félagaskiptaglugga," segir Palkin.

Palkin segir að Sudakov hafi verið næstum því seldur til Napoli fyrir ekki svo löngu.
Athugasemdir