Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt nafn sérstaklega mikið í umræðunni í Færeyjum
David Nielsen.
David Nielsen.
Mynd: Lyngby
Færeyjar eru í leit að nýjum landsliðsþjálfara en enn sem komið er, þá hefur enginn Íslendingur verið orðaður við starfið í færeyskum fjölmiðlum.

Fjölmiðlar þar í landi eru aðallega að horfa til Danmerkur og er eitt nafn sérstaklega mikið í umræðunni.

Það er David Nielsen sem var nýverið látinn fara frá Lilleström í Noregi. Hann hefur verið að daðra við starfið.

„Ég elska Færeyjar. Það er mikið af góðu fólki í Færeyjum," sagði Nielsen í danska sjónvarpinu í vikunni.

Nielsen er vanur því að staldra stutt við hjá félögum en hann var rekinn frá gríska félaginu Kifisia í desember 2023 eftir aðeins sex vikur í starfi. Fyrr á þessu ári tók hann tímabundið við Lyngby í nokkra mánuði, en eins og áður segir þá var hann síðast stjóri Lilleström í aðeins fjóra leiki.
Athugasemdir
banner