Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 16:32
Elvar Geir Magnússon
Liverpool búið að gera risasamning við Adidas
Samningurinn við Nike rennur út eftir tímabilið.
Samningurinn við Nike rennur út eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Liverpool býst við að græða meira en 60 milljónir punda á ári, um 11 milljarða íslenskra króna, á nýjum treyjusamningi við Adidas sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili.

Þýska íþróttavörufyrirtækið mun leysa Nike af hólmi þegar fimm ára samningur Nike rennur út.

Adidas, sem síðast var treyjuframleiðandi Liverpool á árunum 2006 til 2012, vann útboð gegn Nike og Puma um fimm ára samning.

Félagið telur að það muni koma treyjutekjum sínum í samræmi við Arsenal, Manchester City og Chelsea, sem öll fá um 60-65 milljónir punda frá samningum við Adidas, Puma og Nike. Liverpool fékk áður 30 milljónir punda á ári frá Nike sem tryggða grunntölu

Manchester United er með stærsta treyjusamning deildarinnar og fær um 90 milljónir pundar á ári frá Adidas.
Athugasemdir
banner