Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
banner
   mið 23. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Óljóst hvenær De Bruyne snýr aftur
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne verður ekki með í næstu leikjum Manchester City vegna smávægilegra meiðsla.

Pep Guardiola þjálfari greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær, en De Bruyne er búinn að missa af síðustu sex leikjum liðsins.

„Þetta eru smávægileg meiðsli og við erum bara að bíða eftir að Kevin nái 100% bata. Ég get ekki sagt ykkur hversu lengi hann verður frá, ég veit það ekki. Þetta mun líklegast taka einhvern tíma," sagði Guardiola.

Það er því ólíklegt að De Bruyne verði með í næstu heimaleikjum gegn Sparta Prag og Southampton, en þjálfarateymið vonast til að fá hann fyrir næstu mánaðamót þegar Man City heimsækir Tottenham í afar spennandi slag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner