Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 19:12
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd ætlar að lána Antony í janúar
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að lána brasilíska vængmanninn Antony frá félaginu í janúarglugganum en þetta herma heimildir Goal í Brasilíu.

Enska félagið keypti Antony frá Ajax fyrir 90 milljónir punda fyrir tveimur árum, en hann hafði verið magnaður þar undir stjórn Erik ten Hag.

Honum hefur ekki tekist að sanna ágæti sitt á Englandi og er þegar búinn að missa sæti sitt í brasilíska landsliðinu.

Á þessu tímabili hefur hann skorað eitt mark í fjórum leikjum, en markið sem hann skoraði kom í stórsigri á enska C-deildarliðinu Barnsley.

Goal í Brasilíu segir að United hafi tekið ákvörðun um að losa sig við Antony í janúarglugganum.

United mun aðeins lána hann út en með því heldur félagið í von um að hann nái að slá í gegn og hækka markaðsvirði sitt,

United vill helst af öllu að hann verði áfram í Evrópuboltanum, en félög í ensku úrvalsdeildinni eru áhugasöm og þá er Ajax einnig opið fyrir því að fá hann aftur til Hollands.
Athugasemdir
banner
banner
banner