Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn og Snorri áfram með Víði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Garði hefur staðfest nýja samninga við þjálfarana Svein Þór Steingrímsson og Snorra Má Jónsson, sem gilda út næsta keppnistímabil.

Sveinn og Snorri halda því áfram með Víðisliðið eftir að hafa komist upp úr 3. deildinni. Þeir enduðu sumarið með 45 stig úr 22 leikjum og komust upp um deild á markatölu

Víðir leikur í 2. deild á næsta ári, í fyrsta sinn í síðan 2020, eftir að hafa skorað fleiri og fengið færri mörk á sig heldur en Árbæingar.

Sveinn hefur verið við stjórnvölinn hjá Víði síðustu tvö ár og er á leið inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Áður þjálfaði hann Dalvík/Reyni og Magna.

Snorri var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir nýliðið tímabil og stóð sig frábærlega í nýju starfi.

„Við erum virkilega ánægð með að tryggja veru þeirra áfram í Garðinum og hlökkum til áframhaldandi samstarfs," segir meðal annars í tilkynningu frá Víði.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 22 16 3 3 51 - 27 +24 51
2.    Völsungur 22 13 4 5 50 - 29 +21 43
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 58 - 33 +25 42
4.    Víkingur Ó. 22 12 6 4 50 - 30 +20 42
5.    KFA 22 11 2 9 52 - 46 +6 35
6.    Haukar 22 9 3 10 40 - 42 -2 30
7.    Höttur/Huginn 22 9 3 10 41 - 50 -9 30
8.    Ægir 22 6 7 9 29 - 35 -6 25
9.    KFG 22 6 5 11 38 - 43 -5 23
10.    Kormákur/Hvöt 22 5 4 13 19 - 42 -23 19
11.    KF 22 5 3 14 26 - 50 -24 18
12.    Reynir S. 22 4 3 15 28 - 55 -27 15
Athugasemdir
banner
banner