Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Albert frá næstu vikurnar
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina og íslenska landsliðsins, verður ekki með næstu 4-6 vikur eftir að hafa meiðst á læri í leik Fiorentina gegn Lecce í Seríu A um helgina.

Sóknarmaðurinn meiddist eftir nokkrar mínútur gegn Lecce og hélt utan um læri sitt eftir annars frábæra byrjun með liðinu.

Fiorentina sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið um að hann væri á leið í frekari rannsóknir en félagið hefur nú staðfest að hann hafi tognað í vöðvafestingu í hægra læri.

Áætlað er að hann snúi aftur á völlinn eftir fjórar til sex vikur, sem þýðir að hann muni að minnsta kosti missa af næstu sex leikjum Flórensarliðsins.

Þá er nokkuð ljóst að hann verður ekki tiltækur þegar Åge Hairede, þjálfari íslenska landsliðsins, velur hóp sinn fyrir landsliðsverkefnið í nóvember.

Albert hefur skorað þrjú mörk í fjórum deildarleikjum sínum með Fiorentina á tímabilinu, en þetta eru önnur meiðslin sem hann glímir við á stuttum tíma.

Hann var meiddur í kálfa í byrjun leiktíðar og spilaði ekki sinn fyrsta leik fyrr en í lok síðasta mánaðar.
Athugasemdir
banner
banner