Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jákvæðar fréttir fyrir Man Utd varðandi Angel Gomes
Angel Gomes.
Angel Gomes.
Mynd: Getty Images
Það heyrast sögur um það að Manchester United hafi áhuga á því að sækja Angel Gomes aftur til félagsins.

Gomes, sem er lunkinn sóknarsinnaður miðjumaður, var áður á mála hjá Man Utd áður en hann fór til Lille í Frakklandi. Þar hefur hann sprungið út.

Hann spilaði nýverið sinn fyrsta landsleik fyrir England.

L'Equipe í Frakklandi segir núna frá því að ekkert bendi til þess að Gomes muni skrifa undir nýjan samning við Lille en samningur hans þar rennur út næsta sumar.

Hann má ræða við önnur félög frá og með 1. janúar en enskir fjölmiðlar tala um að það sé jákvætt fyrir Man Utd sem virðist leiða kapphlaupið um þennan hæfileikaríka leikmann.
Athugasemdir