Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 09:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk ræður nýjan landsliðsþjálfara
Brian Riemer.
Brian Riemer.
Mynd: DBU
Danmörk hefur ráðið nýjan landsliðsþjálfara en Brian Riemer tekur við liðinu. Þessi 46 ára gamli þjálfari gerir samning sem gildir út HM 2026.

Riemer er fyrrum aðstoðarþjálfari FC Kaupmannahafnar í Danmörku og Brentford á Englandi, en síðast var hann aðalþjálfari Anderlecht í Belgíu.

Danmörk hefur verið að leita að þjálfara eftir að Kasper Hjulmand hætti eftir EM í sumar.

Fram kemur í yfirlýsingu frá danska fótboltasambandinu að rætt hafi verið við þjálfara frá Danmörku og einnig við þjálfara frá öðrum löndum.

Lars Knudsen, sem hefur stýrt Danmörku til bráðabirgða, verður áfram aðstoðarþjálfari. Daniel Agger verður einnig í teyminu.
Athugasemdir
banner
banner