Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Elfsborg og Glimt heimsækja erfiða útivelli
Mynd: Guðmundur Svansson
Það fara tveir leikir fram í Evrópudeildinni í dag til að hita upp fyrir gríðarlega spennandi morgundag.

Galatasaray tekur á móti Íslendingaliði Elfsborg í dag en Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson eru hjá félaginu, þó að hvorugur sé að fá mikinn spiltíma þessa dagana.

Galatasaray er með ógnarsterkan leikmannahóp og getur tekið toppsæti deildarinnar með sigri í dag, þar sem liðið á fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Elfsborg er með þrjú stig eftir frækinn sigur gegn AS Roma í síðustu umferð.

Braga tekur þá á móti norska félaginu Bodö/Glimt í Portúgal. Heimamenn í Braga eiga þrjú stig eftir fyrstu umferðirnar en Norðmennirnir frá Bodö eru komnir með fjögur stig eftir sigur gegn portúgalska stórveldinu FC Porto í fyrstu umferð.

Leikir dagsins:
14:30 Galatasaray - Elfsborg
14:30 Braga - Bodo-Glimt
Athugasemdir