Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
England: Stefán kom við sögu gegn Norwich - Willum í sigurliði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson fékk að spila síðasta stundarfjórðunginn í 2-2 jafntefli Preston North End gegn Norwich í Championship deildinni í kvöld.

Preston komst í tveggja marka forystu snemma leiks þar sem Sam Greenwood skoraði úr vítaspyrnu og lagði svo upp fyrir Duane Holmes, en Norwich komst til baka með mörkum frá Borja Sainz og Shane Duffy.

Staðan var 2-2 þegar Stefáni Teit var skipt inn á 77. mínútu leiksins og var ekki meira skorað.

Preston er um miðja deild með 13 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum á eftir Norwich sem er í umspilsbaráttu.

Willum Þór Willumsson var þá á sínum stað í byrjunarliði Birmingham City sem tók á móti Bolton í þriðju efstu deild enska boltans, League One, í kvöld.

Willum lék allan leikinn í verðskulduðum 2-0 sigri sem bætir stöðu Birmingham á toppi deildarinnar enn frekar.

Birmingham er með 28 stig eftir 11 umferðir, fjórum stigum meira heldur en Wrexham AFC sem situr í öðru sæti eftir markalaust jafntefli við Huddersfield.

Að lokum var Jason Daði Svanþórsson ónotaður varamaður í naumum sigri Grimsby gegn Tranmere Rovers í League Two.

Grimsby er í áttunda sæti með 21 stig eftir 13 umferðir.

Preston 2 - 2 Norwich
1-0 Sam Greenwood ('6 , víti)
2-0 Duane Holmes ('12 )
2-1 Borja Sainz ('45 )
2-2 Shane Duffy ('61 )

Birmingham 2 - 0 Bolton
1-0 Tomoki Iwata ('3)
2-0 Jay Stansfield ('83, víti)

Tranmere 0 - 1 Grimsby
0-0 Danny Rose, misnotað víti ('54)
0-1 Justin Obikwu ('59)
Athugasemdir
banner
banner
banner