Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bonucci kominn í sitt fyrsta þjálfarastarf
Mynd: Getty Images
Leonardo Bonucci fyrrum varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsiðs er kominn í sitt fyrsta þjálfarastarf, hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Bernardo Corradi með ítalska U20 landsliðinu.

Þessi 37 ára leikmaður lék sinn síðasta atvinnumannaleik í maí 2024 með tyrkneska félaginu Fenerbahce og ákvað að leggja skóna á hilluna til að einbeita sér að þjálfaraferlinum.

Hann kláraði nýlega UEFA B þjálfararéttindi og verður í ítalska teyminu á HM U20 landsliða á næsta ári. Hann segir að þetta sé frábært tækifæri fyrir sig til að fylgjast með og læra

Bonucci er goðsögn í ítalska fótboltaheiminum og verður að teljast sem einn af bestu miðvörðum sinnar kynslóðar í heimi. Hann spilaði 121 landsleik fyrir Ítalíu og vann EM 2020 með landsliðinu, eftir að hafa tapað úrslitaleiknum 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner