Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher vonast eftir stórum kaupum hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher, sem er mikill stuðningsmaður Liverpool FC, telur líklegt að Liverpool reyni að styrkja leikmannahópinn sinn í janúar.

Carragher telur að Liverpool sé með pening í sparibauknum og geti leyft sér að kaupa einn hágæðaleikmann ef hann býðst í janúarglugganum.

Liverpool hefur farið mjög vel af stað undir stjórn Arne Slot og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, einu stigi fyrir ofan Englandsmeistara Manchester City.

Liverpool fór einnig vel af stað á síðustu leiktíð en mistókst að vinna titil þrátt fyrir að komast langt í öllum keppnum.

„Þeir geta barist um úrvalsdeildartitilinn á þessu tímabili eins og þeir gátu það á síðustu leiktíð. Við megum ekki gleyma því að Liverpool var með í titilbaráttunni en félagið styrkti ekki hópinn í sumar," sagði Carragher í beinni útsendingu á Sky Sports í gær.

„Það verður mjög áhugavert að fylgjast með janúarglugganum vegna þess að þeir keyptu ekki mikið í sumar. Ef félagið telur sig eiga raunhæfa möguleika á að vinna úrvalsdeildartitilinn þá mun það reyna að kaupa góðan leikmann til að styrkja byrjunarliðið.

„Þetta þarf að vera réttur leikmaður, með persónuleika og gæði sem passa við hópinn og leikstíl liðsins. Ég held að Liverpool sé í fjárhagslegri stöðu til að kaupa svona leikmann."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 8 7 0 1 15 3 +12 21
2 Man City 8 6 2 0 19 9 +10 20
3 Arsenal 8 5 2 1 15 8 +7 17
4 Aston Villa 8 5 2 1 15 10 +5 17
5 Brighton 8 4 3 1 14 10 +4 15
6 Chelsea 8 4 2 2 17 10 +7 14
7 Tottenham 8 4 1 3 18 9 +9 13
8 Nott. Forest 8 3 4 1 8 6 +2 13
9 Newcastle 8 3 3 2 8 8 0 12
10 Fulham 8 3 2 3 11 11 0 11
11 Bournemouth 8 3 2 3 10 10 0 11
12 Man Utd 8 3 2 3 7 9 -2 11
13 Brentford 8 3 1 4 14 15 -1 10
14 Leicester 8 2 3 3 12 14 -2 9
15 West Ham 8 2 2 4 11 15 -4 8
16 Everton 8 2 2 4 9 15 -6 8
17 Ipswich Town 8 0 4 4 6 16 -10 4
18 Crystal Palace 8 0 3 5 5 11 -6 3
19 Southampton 8 0 1 7 6 18 -12 1
20 Wolves 8 0 1 7 10 23 -13 1
Athugasemdir
banner
banner