Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora þrennu gegn Bayern
Mynd: EPA
Raphinha, leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, varð í kvöld fimmti leikmaðurinn í sögunni til að skora þrennu gegn Bayern München í Evrópu.

Brasilíumaðurinn skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og fullkomnaði síðan þrennuna snemma í þeim síðari.

Hann varð um leið fimmti leikmaðurinn til að skora þrennu gegn Bayern í öllum Evrópukeppnum á eftir þeim Alun Evans, Roy Makaay, Sergio Aguero og Cristiano Ronaldo.

Þá urðu þeir Raphinha og Vinicius Junior þriðja par leikmanna frá sömu þjóð til að skora þrennu í sömu vikunni í Meistaradeildinni. Aguero og Lionel Messi gerðu það tvisvar, árin 2014 og 2016, og þá náðu þeir Olivier Giroud og Karim Benzema einnig að gera það árið 2015.

„Var þetta besti leikur minn fyrir Barcelona? Þetta var kannski einn af mínum bestu, en það er meira á döfinni,“ sagði Raphinha eftir leik.

Raphinha hefur skorað níu mörk og lagt upp átta í þrettán leikjum sínum með Börsungum á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner