Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þú þarft ekki Ferrari ef þú kannt ekki að keyra hann"
Mykhailo Mudryk ræðir við Enzo Maresca, stjóra Chelsea.
Mykhailo Mudryk ræðir við Enzo Maresca, stjóra Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk var mættur í stúkuna á Emirates-leikvanginum í gær þar sem hann sá sína gömlu félaga í Shakhtar Donetsk tapa naumlega gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

Mudryk var keyptur til Chelsea fyrir allt að 100 milljónir evra í janúar 2023. Hann hefur síðan þá gert lítið fyrir Lundúnafélagið og ollið miklum vonbrigðum.

Mudryk er í miklum metum hjá Shakhtar en Sergiy Palkin, stjórnarmaður Shakhtar, hefur gagnrýnt hvernig Chelsea hefur notað kantmanninn fljóta.

„Þú þarft ekki Ferrari ef þú kannt ekki að keyra hann," sagði Palkin einfaldlega.

„Ef þú keyptir Ferrari, þá þarftu að hugsa um það hvernig þú notar hann. Það er mitt mat á Mudryk hjá Chelsea."
Athugasemdir
banner
banner