Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 11:41
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp um eitt sæti á heimslistanum
Icelandair
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fer upp um eitt sæti á FIFA styrkleikalistanum en nýr listi var kynntur í morgun. Ísland gerði 2-2 jafntefli gegn Wales og tapaði 2-4 gegn Tyrklandi í liðnum landsleikjaglugga.

Fyrir ári síðan var Ísland í 67. sæti en síðustu ár hefur liðið verið á niðurleið eins og lesendur gera sér væntanlega grein fyrir.

Ísland hefur hæst farið upp í 18. sæti listans í febrúar 2018 en verst var ástandið þegar íslenska liðið vermdi 131. sæti í apríl 2012.

Sex efstu sætin á heimslistanum eru óbreytt en heimsmeistarar Argentínu tróna á toppnum.

Topp tíu:
1. Argentína
2. Frakkland
3. Spánn
4. England
5. Brasilía
6. Belgía
7. Portúgal
8. Holland
9. Ítalía
10. Kólumbía

Liðin í kringum Ísland:
66. Finnland
67. Georgía
68. Furstadæmin
69. Norður-Makedónía
70. ÍSLAND
71. Norður-Írland
72. Grænhöfðaeyjar
73. Gana
74. Bosnía
75 Svartfjallaland
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner
banner