Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Bjarni Páll áfram í Mosfellsbæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Páll Linnet Runólfsson er búinn að framlengja samning sinn við Aftureldingu um tvö ár eftir að Mosfellingar komust upp í Bestu deildina í fyrsta sinn í sögunni.

Bjarni Páll er 28 ára gamall og spilaði 19 leiki í Lengjudeildinni í sumar, þar sem hann kom meðal annars inn af bekknum gegn Keflavík í úrslitaleik umspilsins.

Bjarni leikur sem miðjumaður og hefur verið hjá Aftureldingu síðustu tvö tímabil, en þar áður lék hann fyrir HK og uppeldisfélag sitt Víking R.

„Afturelding fagnar því að Bjarni hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka slaginn í Bestu deildinni í Mosfellsbæ!" segir meðal annars í tilkynningu frá Aftureldingu.
Athugasemdir