Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 20:50
Sverrir Örn Einarsson
Arnar spurði Erling - „Þú hefur aldrei gert þetta á æfingum, hvað gerðist upp á Skaga?“
Erlingur átti skínandi leik á Akranesi um liðna helgi
Erlingur átti skínandi leik á Akranesi um liðna helgi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur Agnarsson var hetja Víkings er liðið bar 4-3 sigurorð af liði ÍA um síðastliðna helgi en Erlingur hefur verið að glíma við meiðsli síðsumars og hefur verið talsvert frá að undanförnu.

Á blaðamannafundi fyrir leik Víkings og Cercle Brugge sem fram fer á Kópavogsvelli á morgun klukkan 14:30 var Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings spurður út í Erling sem hann hefur miklar mætur á.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  0 Cercle Brugge

„Hann er taktískt gríðarlega sterkur. Maður segir það oft að ef hann myndi skora meira þá væri hann ekkert að spila á Íslandi. Þetta sem hann gerði upp á Skaga, ég spurði hann einmitt á fundi áðan: Þú hefur aldrei gert þetta á æfingum, hvað gerðist upp á Skaga?“

Ekki fyrirferðarmikill en sannarlega með skap
„Það fer mjög lítið fyrir honum og hann kannski gefur það stundum til kynna með líkamstjáningu að honum sé alveg sama. Ég get þó lofað ykkur því að innra með honum býr eldfjall af skapi sem hann bara sýnir aldrei út á við.“

„Þegar ég horfi á útsendingar á leikjum eftir á sé ég alltaf að hann muldrar alltaf við sjálfan sig og að skammast út í sjálfan sig þannig að það er mikið skap í honum. Hann er svo bara gríðarlega öflugur íþróttamaður sem að við höfum saknað mikið síðustu vikur.“

Leikur Víkings og Cercle Brugge hefst á Kópavogsvelli klukkan 14:30 á morgun og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner