Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 09:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jack Wilshere í þjálfarateymi Norwich (Staðfest)
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Norwich
Jack Wilshere hefur yfirgefið Arsenal og er búinn að semja við Norwich.

Hann kemur inn í þjálfarateymið hjá aðalliði Norwich og mun vinna náið með stjóranum Johannes Hoff Thorup.

„Ég er hæstánægður að semja við Norwich. Þetta er stórkostlegt tækifæri hjá mjög heillandi félagi. Þetta er rétti tímapunkturinn fyrir mig að þróa mig áfram sem þjálfara í aðalliðsfótbolta," segir Wilshere.

Ben Knapper, yfirmaður fótboltamála hjá Norwich, segir að Wilshere sé einn mest spennandi þjálfari sem England á í dag.

Wilshere, sem er 32 ára gamall, byrjaði að þjálfa fyrir nokkrum árum og hefur verið að þjálfa U18 lið Arsenal upp á síðkastið. Hann kom liðinu í úrslitaleik FA-bikarsins í fyrra.

Hann var á sínum tíma einn efnilegasti fótboltamaður í heimi en meiðsli trufluðu hann mikið. Núna er hann að vinna sig upp þjálfarastigann.
Athugasemdir
banner
banner