Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Öflugur leikmaður að snúa aftur í Bestu deildina
Í leik með Breiðabliki tímabilið 2022.
Í leik með Breiðabliki tímabilið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjög öflugur leikmaður er að öllum líkindum að snúa aftur í Bestu deildina eftir tveggja tímabila fjarveru.

Heiðdís Lillýardóttir stefnir á að spila á Íslandi næsta tímabil en hún lék síðast með Basel í Sviss. Hún er núna að snúa til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn fyrir tveimur mánuðum.

Heiðdís er án félags sem stendur en hefur verið að æfa sjálf að undanförnu.

Hún er 28 ára varnarmaður og var valin í æfingahóp landsliðsins árið 2022.

Hún hóf feril sinn á Íslandi með Hetti, hélt síðan á Selfoss og lék svo með Breiðabliki í sex tímabil áður en hún hélt erlendis þar sem hún var fyrst hjá Benfica í Portúgal og svo Basel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner