Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
„Held að það sé ekki möguleiki á því að hann verði áfram“
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Tim Sherwood telur að Liverpool eigi ekki möguleika á því að halda Trent Alexander-Arnold. Real Madrid vill fá enska landsliðsmanninn og Sherwood telur að hugur hans sé kominn til spænska stórliðsins.

Alexander-Arnold er á lokatímabili samnings síns við Liverpool og má að óbreyttu ræða við erlend félög í janúar. Ef hann yfirgefur uppeldisfélag sitt á frjálsri sölu er líklegast að Real Madrid kræki í hann.

Sherwood segir að forráðamenn Liverpool ættu að einbeita sér að því að fá Virgil van Dijk og Mohamed Salah, sem eru einnig að renna út á samningi, til að framlengja.

„Ég held að Trent sé farinn. Þegar Real Madrid vill fá þig er erfitt að segja nei. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna hjá Liverpool og þjónað félaginu sínu vel en ég held að það sé ekki möguleiki á því að hann verði áfram. Með Van Dijk og Salah er staðan allt önnur því ég er ekki viss um að þeir fái möguleika á tækifæri sem er betra en Liverpool," segir Sherwood.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner