Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum álíka pirraðir yfir þessu og stuðningsmenn ÍR yfir hinu"
Ómar Björn Stefánsson.
Ómar Björn Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í raðir ÍA á dögunum.
Gekk í raðir ÍA á dögunum.
Mynd: ÍA
„Þetta er bara dæmi um það að maður fær ekki allt sem maður vill," sagði Ragnar Páll Bjarnason formaður fótboltadeildar Fylkis, í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Hann ræddi þá um sóknarmanninn Ómar Björn Stefánsson sem gekk í raðir ÍA á dögunum.

Ómar er fæddur árið 2004 og leikur sem sóknarmaður en hann er uppalinn í Fylki. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2021 og hefur komið við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni í sumar. Það er ljóst að Fylkir er fallið í Lengjudeildina.

Fylkir vildi halda honum en Ómar valdi að fara upp á Akranes.

„Við sjáum mikið eftir honum, það er alveg klárt. Það er bara þannig. Við hefðum gjarnan viljað sjá hann gera atlögu að Bestu deildinni með okkur."

„Það verður ekki. Í fótboltanum fær maður ekki allt sem maður vill. Við erum álíka pirraðir yfir þessu og stuðningsmenn ÍR yfir hinu," sagði Ragnar Páll léttur og var þá að tala um reiði stuðningsmanna ÍR gagnvart ráðningu Fylkis á Árna Frey Guðnasyni.
Útvarpsþátturinn - Framtíð Norðmannsins og fall Fylkis
Athugasemdir
banner
banner
banner