Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forgangsmál að semja við Kimmich
Kimmich er í algjöru lykilhlutverki undir stjórn Vincent Kompany. Hann hefur ekki misst af einni mínútu á tímabilinu hingað til, hvorki með Bayern né þýska landsliðinu.
Kimmich er í algjöru lykilhlutverki undir stjórn Vincent Kompany. Hann hefur ekki misst af einni mínútu á tímabilinu hingað til, hvorki með Bayern né þýska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Þýska stórveldið FC Bayern vill ekki missa Joshua Kimmich úr röðum sínum en það er mikill áhugi á honum frá stórveldum víðsvegar um Evrópu.

Kimmich er 29 ára gamall og rennur samningur hans við Bayern út næsta sumar.

Paris Saint-Germain reyndi að kaupa hann síðasta sumar en þær tilraunir báru ekki árangur. Barcelona, Manchester City og Liverpool eru meðal félaga sem eru talin vera áhugasöm um þennan fjölhæfa og hæfileikaríka fótboltamann.

Kimmich hóf ferilinn sem hægri bakvörður og var gríðarlega öflugur í þeirri stöðu en Hansi Flick breytti honum í miðjumann. Kimmich spilar í dag sem djúpur miðjumaður og er einn af þeim bestu í heimi, þar sem hann á í heildina 400 leiki að baki fyrir Bayern og 95 fyrir þýska landsliðið.

Bayern ætlar að gera allt í sínu valdi til að halda þessum lykilmanni innan herbúða sinna og telja stjórnendur sig vera nálægt því að ná samkomulagi við leikmanninn um samningsmál.
Athugasemdir
banner
banner
banner