Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 21:34
Ívan Guðjón Baldursson
Eigandi Forest í fimm leikja bann fyrir að hrækja í átt að dómurunum
Mynd: Getty Images
Mynd: Nottingham Forest
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, var brjálaður eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Fulham í lok september.

Fulham vann leikinn þökk sé vítaspyrnumarki, en Marinakis og aðrir í herbúðum Forest töldu sig eiga skilið að fá tvær vítaspyrnur í leiknum fyrir svipuð atvik.

Mönnum var heitt í hamsi að leikslokum og var Marinakis dæmdur í fimm leikja bann fyrir hegðun sína eftir lokaflautið. Í dómaraskýrslum frá leiknum kemur fram að þegar komið var í leikmannagöngin eftir leik horfði Marinakis á dómarateymið með fyrirlitningarsvip áður en hann hrækti í jörðina, í áttina að dómurunum.

   18.10.2024 19:58
Eigandi Forest í fimm leikja bann


Þegar fótboltasambandið rannsakaði málið sagði Marinakis sér til varnar að hann hafi verið með hósta eftir að hafa reykt vindil og þess vegna þurfti hann að hrækja á þessum tímapunkti, en aganefnd fótboltasambandsins taldi útskýringuna ekki vera trúverðuga.

Marinakis er þó ekki sá eini úr herbúðum Forest sem hefur verið refsað fyrir hegðun sína nýlega, eftir að Nuno Espirito Santo þjálfari og Morgan Gibbs-White voru dæmdir í bann fyrir kjaftbrúk í 2-2 jafntefli Forest gegn Brighton - einni viku fyrir tapið gegn Fulham.

Gibbs-White fékk tvö gul spjöld gegn Brighton og einn auka leik í bann fyrir viðbrögð sín við seinna spjaldinu. Espirito Santo fær þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sitt sem hann fékk við að mótmæla brottrekstri Gibbs-White. Vanalega hefði hann aðeins fengið eins leiks bann en fær þess í stað þriggja leikja bann vegna fjölda svipaðra brota í fortíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner