Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Elís að skrifa undir hjá KR
ÍR kom á óvart í Lengjudeildinni og var Róbert Elís í stóru hlutverki í liðinu.
ÍR kom á óvart í Lengjudeildinni og var Róbert Elís í stóru hlutverki í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn Róbert Elís Hlynsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga í raðir KR. Hann mun skrifa undir samning í Vesturbænum í dag.

Róbert Elís, sem er uppalinn hjá ÍR, er 17 ára miðjumaður og var í stóru hlutverki hjá nýliðum ÍR í Lengjudeildinni á liðnu tímabili. Hann kom við sögu í 22 af 24 leikjum ÍR í deildinni í sumar. Hann lék þar með eldri bróður sínum Óliver Elís. Eru þeir bræður úr alvöru ÍR fjölskyldu, faðir þeirra í aðalstjórn félagsins, móðir þeirra í miðasölunni og systir þeirra boltasækir.

Róbert hefur þegar leikið 13 leiki fyrir unglingalandsliðin.

Hann er ekki með skráðan samning við ÍR. Fótbolti.net fjallaði um það fyrr í þessum mánuði að ÍA, Valur og FH hefðu einnig sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner