Man City horfir til Gyökeres - Xavi vill taka Raphinha með sér - Man Utd gæti lánað Antony
   fim 24. október 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Kompany gagnrýndur eftir skellinn gegn Barcelona
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: EPA
Raphinha skoraði þrennu fyrir Barcelona.
Raphinha skoraði þrennu fyrir Barcelona.
Mynd: Getty Images
Bayern München er með þrjú stig eftir þrjá leiki í Meistaradeildinni en í gær fékk liðið 4-1 skell gegn Barcelona.

Bayern er á toppi þýsku deildarinnar en í Meistaradeildinni gengur ekki eins vel.

Þýska blaðið Bild gagnrýnir leikáætlun stjórans Vincent Kampony og segir að varnarskipulag hans virki ekki í þessari sterkustu félagsliðadeild álfunnar.

„Þessi pressa hans með fullri inngjöf er of áhættusöm fyrir Meistaradeildina. Annað tapið í þremur leikjum er áhyggjuefni fyrir þá sem hafa dreymt um að Bayern spili í úrslitum á heimavelli á næsta ári," segir í umsögn Bild en úrslitaleikur keppninnar þetta tímabilið verður á heimavelli Bayern, Allianz Arena.

„Það er alveg ljóst að bestu liðin geta of auðveldlega unnið sig í gegnum afar framliggjandi vörn Bayern. Áætlun B þarf að vera til staðar. Næsti Meistaradeildarleikur, gegn Benfica í næsta mánuði, verður feikilega mikilvægur."

Þess má geta að Raphael Guerreiro, Dayot Upamecano og Kim Min-jae, leikmenn Bayern, fengu allir lægstu mögulegu einkunn frá Bild fyrir frammistöðu sína.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Aston Villa 3 3 0 0 6 0 +6 9
2 Liverpool 3 3 0 0 6 1 +5 9
3 Man City 3 2 1 0 9 0 +9 7
4 Mónakó 3 2 1 0 9 4 +5 7
5 Brest 3 2 1 0 7 2 +5 7
6 Leverkusen 3 2 1 0 6 1 +5 7
7 Inter 3 2 1 0 5 0 +5 7
8 Sporting 3 2 1 0 5 1 +4 7
9 Arsenal 3 2 1 0 3 0 +3 7
10 Barcelona 3 2 0 1 10 3 +7 6
11 Dortmund 3 2 0 1 12 6 +6 6
12 Real Madrid 3 2 0 1 8 4 +4 6
13 Benfica 3 2 0 1 7 4 +3 6
14 Juventus 3 2 0 1 6 4 +2 6
15 Lille 3 2 0 1 4 3 +1 6
16 Feyenoord 3 2 0 1 6 7 -1 6
17 Atalanta 3 1 2 0 3 0 +3 5
18 Stuttgart 3 1 1 1 3 4 -1 4
19 PSG 3 1 1 1 2 3 -1 4
20 Celtic 3 1 1 1 6 8 -2 4
21 Sparta Prag 3 1 1 1 4 6 -2 4
22 Dinamo Zagreb 3 1 1 1 6 11 -5 4
23 Bayern 3 1 0 2 10 7 +3 3
24 Girona 3 1 0 2 4 4 0 3
25 Milan 3 1 0 2 4 5 -1 3
26 Club Brugge 3 1 0 2 2 6 -4 3
27 Atletico Madrid 3 1 0 2 3 8 -5 3
28 PSV 3 0 2 1 3 5 -2 2
29 Bologna 3 0 1 2 0 4 -4 1
30 Shakhtar D 3 0 1 2 0 4 -4 1
31 RB Leipzig 3 0 0 3 3 6 -3 0
32 Sturm 3 0 0 3 1 5 -4 0
33 Rauða stjarnan 3 0 0 3 2 11 -9 0
34 Salzburg 3 0 0 3 0 9 -9 0
35 Young Boys 3 0 0 3 0 9 -9 0
36 Slovan 3 0 0 3 1 11 -10 0
Athugasemdir
banner
banner
banner