Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
banner
   þri 22. október 2024 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frægur rappari vill kaupa Tranmere Rovers
Frá heimavelli Tranmere, Prenton Park.
Frá heimavelli Tranmere, Prenton Park.
Mynd: Getty Images
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky er hluti af fjárfestingarhópi sem er að vinna að því að kaupa enska fótboltafélagið Tranmere Rovers.

Joe Tacopina, lögfræðingur fína og fræga fólksins, fer fyrir hópnum sem vill kaupa 80 prósent hlut í félaginu en nafn A$AP Rocky hefur hvíslast út í umræðunni um möguleg kaup á félaginu.

Mark Palios heitir núverandi eigandi Tranmere en hann hefur átt félagið í tíu ár. Hann vinnur nú að því að selja það en hann gaf ákveðnar vísbendingar er hann var spurður út í tímaramma í nýlegu viðtali.

„ASAP," svaraði Palios en í daglegu tali þýðir það eins fljótt og mögulegt er.

Frægir einstaklingar frá Bandaríkjunum hafa séð tækifæri í enskum fótbolta síðustu árin. Frægasta dæmið er auðvitað Ryan Reynolds og Rob McElhenney sem eiga Wrexham og Tom Brady sem á hlut í Birmingham.

Núna gæti A$AP Rocky, sem er kærasti stórstjörnunnar Rihönnu, bæst í þann hóp með Tranmere sem er í D-deild á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner