Man Utd hefur rætt við Xavi - Potter, Moyes og Southgate orðaðir við Palace - Terzic orðaður við West Ham
   mið 23. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsta sinn sem fjögur félög eru án sigurs eftir átta umferðir
Mynd: EPA
Áttundu umferð enska úrvalsdeildartímabilsins lauk í gærkvöldi þegar Nottingham Forest lagði Crystal Palace að velli.

Crystal Palace er því eitt af fjórum liðum deildarinnar sem eru enn án sigurs.

Það hefur aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að fjögur mismunandi félagslið spili átta fyrstu leiki deildartímabilsins án þess að sigra.

Wolves og Southampton deila botnsætinu með eitt stig og verstu markatölurnar í deildinni á meðan Crystal Palace er búið að ná þremur stigum úr jafnteflum og nýliðar Ipswich fjórum stigum.
Athugasemdir
banner
banner
banner